Æfum til að verða gömul krakkar.. það er mjög töff!

Ég hef verið að velta því umtalsvert fyrir mér að undanförnu af hverju konur eru svona uppteknar af því að hreyfa sig til að verða grannar. Ég er sko 100% sek um að hafa dinglað með í þessum hópi bróðurhluta ævinnar. Ekki misskilja ég hef verið þarna fremst meðal jafningja!

 

Ég tók sjálfa mig í gegn hugarfarslega fyrir um það bil ári og ákvað að hætta að æfa til að sigra heiminn og byrja að hreyfa mig til að verða gömul með sjálfri mér (hljómar svo fallegt ég veit.. en er svo vandræðalega erfitt múv). Þetta var hægara sagt en gert krakkar. Þetta tók MARGA MARGA mánuði að smjúga inn.. Að hingað væri maður komin til að hlusta á skrokkinn og hreyfa hann til að bæta líðan og hafa gaman.. ekki til að misbjóða og þræla áfram. Á þessum tímapunkti þurfti ég að finna mér hreyfingu sem ég gat hugsað mér að gera þar til ég yrði ekki eldri.. Eitthvað nýtt og eitthvað sem mér fyndist skemmtilegt að gera. Fyrir valinu varð hlaup.. Ég skráði mig í hlaupahóp og mætti til leiks drullustressuð og tilbúin að hætta við ekki seinna en núna strax! með púls langt yfir hámarks ákefð mætti ég á fyrstu æfinguna mína og var VISS um að allir myndu nú bara horfa á mig eins og geimveru og hugsa hvað í ósköpunum er hún að dinglast hérna? En nei nei það var nú ekki þannig.. enda ef að maður fer að hugsa málið þá er ég nú skuggalega lítið að fylgjast með öðru fólki þegar að ég er að hreyfa mig.. Ég á í raun fullt í fangi með að fylgjast með sjálfri mér.

 

IMG_3808_2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég eins og svo margar konur hafði ég alltaf haft það að leiðarljósi að komast í "betra form". En hvað er þetta form og hvenær veit maður hvort að maður er komin í það ? Hvar er stopp og hvar er Jesúss kona viltu koma þér í ræktina.. núna strax segi ég! Það náttúrulega veit það enginn, og síst eitthvað tískublað með módelum! það veit ekkert um heilsu og heilbrigði þótt það viti hvaða töskur eru kannski smart og hvaða varalitur er “inn” í sumar. 

 

Það er hins vegar alveg heljarinnar hugarfarsbreyting að hætta að horfa í kringum sig og bera sig saman við blöðin, staðalímyndir og fleira sem er stöðugt í andlitinu á manni. Það er ótrúlega merkilegt hvað það tekur mann langan tíma að snúa við þessum hugsunarhætti og hugsa um hreyfingu til aukinna lífsgæða en ekki til að uppfylla ákveðna stærð á fataskala eða negla einhverja þyngdartölu á vigtinni. 

 

Allt snýst þetta um að líða vel í eigin skinni og að vera heilsuhraustur ekki satt! svo ef þú ert 100kg í topp málum, líður vel, ert hamingjusöm þegar þú lítur í spegilinn og fuglarnir syngja á hverjum morgni, þá ertu líklega í topp málum! Svo lengi sem þú gerir þér grein fyrir því að hjarta- og æðakerfið kynni vel að meta smá daglega hreyfingu... og svo siglum við bara lygnan sjó út í hið óendanlega eða þar til guðirnir kalla. 

 

ENNN þetta er súper smart á blaði.. en hvað segir svo hausinn? Hann er sjaldan á þeim stað að hann horfi með manni í spegilinn og sjái það sem fyrir framan hann er.. Nei það held ég nú ekki.. hann sér auðvitað FLÓÐHESTINN sem situr ofaná BLEIKA FÍLNUM í herberginu! Það næsta sem gerist er að niðurrifið byrjar! í dag ætla ég ekki að borða svona.. í dag ætla ég að hreyfa mig meira.. í dag ætla ég...... Það er nefnilega kúnst að elska sjálfan sig eins og maður er! að horfa í spegilinn á morgnana og hugsa JESSS DJÖFULL ER ÉG MEÐIDDA! og það er viðhald að hafa trúna á sjálfið. Það þarf að rækta trúna og halda henni gangandi á hverjum degi. 

 

En maður er ekkert komin með þetta svona einn tveir og 12 mánuðir síðar.. Nei aldeilis ekki... en maður er orðin sneggri að stoppa sig af og mæta með sjálfum sér í liði.. Ég stóð sjálfa mig af því á hlaupaæfingu áðan (hafði ekki mætt í tvær vikur vegna prófa) að hugsa, já ég get þetta náttúrulega ekki því ég er ekki búin að mæta í TVÆR VIKUR! Já góðir hálsar tvær vikur urðu eins og 7ÁR þarna á miðri æfingunni og ég viss um að ég væri búin að tapa þessu öllu niður! Íþróttafræðingurinn sjálfur sem hefur andskotast til þess að lesa bækurnar sem segja að íþróttamenn tapi niður því sem upp er náð þriðjungi hraðar en tók að byggja það upp.. Þessi sami íþróttafræðingur fékk það út á miðri æfingu að hann væri á byrjunarreiti eftir tveggja vikna pásu.. Góðir hálsar ég er ekki viss um að þessi sami íþróttafræðingur hefði staðist stúdentsprófin í stærðfræði á þessum tímapunkti. Hugsanlega var skortur á súrefni til heila þarna, maður veit ekki.. En sjálfsniðurrifið var MÆTT! það er deginum ljósara.. Ég stappaði því í mig  að ég gæti nú ábyggilega ekki klárað þetta.. þarna setti ég sjálfa mig niður á skottið og hugsaði hvað rugl er þetta! Hvernig dettur mér í hug að tala svona við sjálfa mig! Að ég geti þetta ekki.. Er ekki allt í góðu frænka! Það er kannski ekki skrítið að almennur borgari í líkamsræktinni sé ekki alltaf með á nótunum þegar að þessi apaköttur sem er búin að liggja yfir bókunum er tómum vandræðum með að hafa trú á eigin hæfni. 

 

Þetta er grínlaust nefnilega mikil hugarfasbreyting og vinna að hætta að láta stjórnast af umhverfinu og vera sáttur í eigin skinni.. Ég legg til krakkar að næst þegar þið heyrði konurnar í kringum ykkur rífa sig niður og tala um að þær falli ekki inn í einhverjar staðalímyndir, að þið stappið í þær stálinu og minnið þær á að það er töff að æfa til að verða gamall með sjálfum sér og það er ennþá meira töff að elska sjálfa sig eins og maður er!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hulda Bjarkar

Höfundur

Hulda Bjarkar
Hulda Bjarkar
Íþróttafræðingur og kennari úr Hafnarfirði.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_3808_2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband